Friday, July 27, 2007

30 + 20 = 50

Ég hef ekki gert mikið af því að halda stórar afmælisveislur í seinni tíð, yfirleitt bara boðið mínum nánustu í "hógværa" heimsókn. En nú eru aðstæður öðruvísi en áður og alveg tilvalið að breyta til. Það kom nefninlega í ljós nýlega að ég væri ekki einn um að eiga afmæli á næstunni, og það stórafmæli. Skólasystir mín hún Satu var nefninlega að fara að fagna 20 ára afmæli sínu, og það á sama degi og ég myndi ganga inn í þrítugsaldurinn. Þetta fannst okkur of skemmtileg tilviljun til þess að sitja hjá aðgerðarlaus, þannig að það var farið í spariskóna.
Bekkjarfélagar okkar, sem eru mjög skemmtilegt fólk, vildu endilega að við myndum öll fagna þessu saman. Leikurinn hófst með kampavíni og súkkulaði á kaffihúsi niðrí bæ sem að selur "heimagert" súkkulaði. Mjöööög gott. Þvínæst var farið heim í og slappað af fram að kvöldmat en þá hittust allir aftur niðrí bæ á sushistaðnum "SILK", svo var farið í heimahús og þvínæst út á skrallið.
Látum myndirnar tala sínu máli:




Þessar myndir ættu að fanga ágætlega stemmninguna á Chocolaterie kaffihúsinu í gamla bænum. Svona frönsk stemmning í gangi þarna.



Austurískir vinir okkar gáfu okkur þessa gjöf til að kynna okkur fyrir menningu síns heimalands...




Eftir að við höfðum borðað Sushi fórum við heim til hennar Gertrude (held það sé skrifað svona) hún hafði keypt handa okkur Sacher tertu og Síberískt Vodka til að skola henni niður með, og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn fyrir okkur á Eistnesku.
Þarna má líka sjá Sóley og David tala saman, en fínn vinskapur hefur myndast milli okkar og hans enda eðalmaður þar á ferð.



Þetta er útsýnið út um gluggann þar sem við vorum. Turninn er á Raekoda torginu í miðbænum.





Þetta var frábær byrjun á þrítugsaldrinum, og ég vona að framhaldið standi undir væntingum!

Sunday, July 22, 2007

sumarskolinn byrjaður



Nú erum við byrjuð á fullu í sumarskóla að læra Eistnesku. Fyrstu viku lokið og við erum orðin "aðeins" betri í tungumálinu en fyrir viku síðan, þetta kemur allt. Ég hafði ekki alveg áttað mig á því hvað það yrði gaman að vera í sumarskóla en þetta er alveg frábært. Fullt af fólki á öllum aldri, allstaðan að úr heiminum, samankomið til að kynnast landi, menningu og tungumáli. Bekkurinn okkar er blanda af fjórum Bandaríkjamönnum, einni stelpu sem er Áströlsk/Finnsk blanda, einum Breta og svo náttúrulega okkur. Frekar lítill bekkur, sem er þægilegt. Svo fara allir nemendur skólans saman í vettvangsferðir og á fyrirlestra seinnipart dagsins og um helgar. Þar má nefna ferð í þjóðgarð Eistlands, safn með gömlum byggingum, gönguferðir um gamla bæinn með leiðsögumanni, ferð á safn um tíma kommúnismans í Eistlandi þar sem gamall maður sagði okkur sögur af því sem hann og þjóðin hafa upplifað saman og svona gæti ég haldið áfram... Svo erum við oft á kvöldin með bekkjarfélögum okkar og förum saman út að borða og skemmta okkur.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum ferðum (ath. með því að smella á myndirnar getið þið stækkað þær!):



Við lærum oft saman eftir skóla, hér erum við í einum af fjölmörgum görðum sem má finna í Tallinn.



Hér er leiðsögumaðurinn að sýna okkur eithvað merkilegt í gamla bænum, mjög hress gæji.



Þarna erum við að borða á gömlum veitingastað einhversstaðar úti í sveit. Hann leit út eins og gömul hlaða.




Og þetta erum við að njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.

Sunday, July 15, 2007

I dyragarðinum

Við skelltum okkur í dýragarðinn nú um helgina. Þar sáum við alveg helling af dýrum sem við höfðum ekki séð áður í bland við "kunnuglegri andlit". Við látum myndirar tala sínu máli (það er hægt að klikka á myndirnar til að stækka þær:)












Okkur fanst ansi fyndið þetta skilti sem er hér á neðstu myndinni. Það má lesa út úr því að það sé bannað að gefa krókódílunum börn að borða...haha.

Thursday, July 12, 2007

A röltinu




Síðustu dagar hafa farið í að ganga um borgina hér sjáið þið Rússnesku réttrúnaðarkirkjuna í gamlabænum (Vanalinn vana = gamalt linn= borg/bær) og á hinni myndinni sést yfir gamlabæinn og út yfir borgina.




Kaffihúsinn hér eru engu lík, það er svo mikil alúð lögð í að gera þau falleg og sjarmerandi með litlum smáatriðum eins og blómum í krukku eða rósóttum kaffibollum :)



Tallinn ekki bara "krútt" heldur líka töff ! depeche mode barinn.




Hér er mynd niðri við sjó og eitthvað stórt sovjét-mannvirki (að við höldum) sem við kunnum ekki söguna bakvið.




Hér er sporvagn sem er algengur ferðamáti hérna og svo er mynd úr dullarfullum garði sem við fórum inn í í miðri borginni. það virtist enginn hafa hirt um hann í lengri tíma og gróður óx villtur í gömlum molnuðum steintröppum. Nema hvað að það var búið að setja upp glænýja ljósastaura um allan garðinn. svo það virðist standa til að virkja hann á næstunni.

Að lokum viljum við þakka þær stórglæsilegu viðtökur sem þessi síða hefur fengið og við hvetjum alla til þess að kommenta sem mest og oftast.

Monday, July 9, 2007

Heima er best

Í dag ringdi, svo við héldum okkur heima við, fyrir utan að við skruppum í ljósmyndaverslun til að fjárfesta í myndavél þar sem gamla vélin gaf upp öndina blessuð sé minning hennar. Hér eru nokkrar heimamyndir til að ná rólegheitastemmningunni sem einkenndi daginn. Það eru engar myndir utan frá þar sem við nenntum ekki út nema einu sinni. Þær verða bara að koma á morgun.




Sunday, July 8, 2007

Tere Tallinn, bless Reykjavik



Heil og sæl öllsömul, nú erum við flutt frá okkar ástkæra íslandi til Tallinn í Eistlandi. við erum búin að vera hérna í nokkra daga og erum farin að jafna okkur á flutningastressinu + menningarsjokkinu:)
Við lentum á flugvellinum í Tallinn þriðjudaginn 3. júlí 2007, sáum við þá í fyrsta skipti borgina sem við eigum eftir að búa í næstu árin.
Borgin er ljómandi falleg og ber merki sögunnar sem gefur henni ákveðin sjarma. Hér er mikið af gömlum, tómum bygginginn sem munað hafa fífil sinn fegurri í bland við nýuppgerð hús og nýreistar glerhallir. Hér gengur greinilega mikið á í uppbyggingunni enda eiga Eistar einhver met síðustu árin í efnahagsvexti.
Síðustu daga höfum við gengið borgina endanna á milli og skoðað það sem fyrir augu ber. Þar má nefna gamla bæinn, en hann er á heimsmynjaskrá UNESCO og alveg einstaklega fallegur fullur af frábærum kaffihúsum og veitingastöðum. Þess má geta að við erum farin að panta á eistnesku, þá helst jarðaberjaköku og latte, "uks masikaskook ja uks kovhi latte" svo við fáum okkur ansi oft þannig. Reyndar tókst okkur að biðja um ostaköku í dag juustkook !!!! við munum fara á eistneskunámskeið nú í sumar, og okkur hlakkar til að geta gert okkur skiljanleg á eistnesku.