Thursday, December 20, 2007

Nokkur ord fra arkitektanema

jæja jæja núna er fyrsta önn á enda og í því tilefni við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farin veg með smá umfjöllun. Ég er búinn að vera í 13 fögum í vetur, hér er mikil áhersla á að læra mikið og fá lítið af einingum í staðinn. Engu að síður er þetta búið að vera mjög áhugavert og gaman, og sökum tungumálaörðuleika hef ég þurft að koma mér í gegn um þessa kúrsa með mismunandi hætti sem þýðir að ég er búinn að gera mikið af ritgerðum og mikið af sjálfstæðri uppýsingaleit og lestri.
Kúrsarnir sem ég var í voru meðal annars;

Umhverfisvernd - lokið með 16 blaðsíðna heimaprófi um "Bisphere" og "ecosystems" úúff!!!

3DLAB - verkefnið var að búa til háhýsi i "nýju formi",

loftræsting

vatnslögn

Urban action lectures - Fyrirlestraröð um málefni í borgarskiplagi

strategic urban planning

teikning - anatomia dýra

málun

"architectural teoria" frá Vítróvíusi til átjándu öld

vinnustofa um sköpunargáfu og vísindi

vinnustofa um "the european urban space"

Eistnesk listasaga

og svo að sjálfsögðu PALDISKI !! sem var hópverkefni, verkefnið var að þróa skipulag fyrir lítin bæ sem var herstöð hér áður fyrr. Verkefnið var mjög mikið á "jörðinni" og ekki mikið pláss fyrir klikkaðar hugmyndir, en engu að síður rættist ágætlega úr þessu. Okkar verkefni var meira að segja með iðnaðarhverfi. Við höldum svo áfram að þróa þessar hugmyndir eftir áramót.

Hér sjáið þið myndir af lokayfirferðinni og það má bæta við að hópurinn minn fékk A í einkunn!!!!



Hér er hópurinn minn að kynna "masterplanið".


Nemendur og kennarar fylgjast áhugasöm með.


Fjör á framabraut.

Hér eru myndir frá árlegri arkitektanemaveislu í skólanum. Það var mjög gaman, ræður, skemmtiatriði, kebab og vodki auðvitað til að skola niður rauðvíninu, hahahaha.




Þessi önn er búinn að vera ólík LHÍ að mörgu leiti en mjög lærdómsrík og gaman og ég hlakka til að hefja nám að nýju eftir áramót.

1 comment:

Anonymous said...

Komið sæl, Palli og Sóley og gleðilegt nýtt ár.

Tallin virðist vera falleg borg. Í Ameríkunni er Evrópa bara eitt land :)
Ég gerði þau grundvallarmistök að fara til Ísland yfir jólin og skelf úr kulda og tek heit böð hvert einasta kvöld til að fá yl í kroppinn. Hlakka til að fljúga inn í sólina á ný.

Til hamingju með einkunnina og haltu áfram að skora feit rokkstig.