Sunday, December 23, 2007

Jolin ad koma

Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið jólastress á þessum bæ upp á síðkastið. Við keyptum svo til allar jólagjafirnar í einum rykk í byrjun mánaðarins og sendum þær fyrir ca. 2 vikum síðan.
Það var reyndar orðið svolítið krítískt með jólagjafirnar okkar, en þær komu ekki fyrr hingað fyrr en í gær, eða megnið af þeim. Eithvað er enn á leiðinni en það er borinn út póstur á morgun, við sjáum hvað setur, stressum okkur ekki mikið á því.

Skólinn hjá okkur var ekki búinn fyrr en nú rétt fyrir helgi. Síðan þá höfum við verið svolítið á röltinu að skoða jólastemmninguna, kaupa í matinn (peking önd verður það þetta árið) og einnig sitthvað fyrir heimilið. Settum punktinn yfir i-ið áðan þegar við fórum og keyptum fullfermi af brennivið í arininn.

Jólageðveikin virðist nú ekki vera alveg jafn mikil hérna og heima, en þónokkur engu að síður. Það má alveg hafa það í huga að allt jólahald var bannað hér í bæ þangað til 1991. Fólk stalst víst til að halda jól fyrir krakkana með dregið fyrir gluggana:)
Ímyndið ykkur að banna jólin! Það er einhver mesta illska sem ég veit, eða þannig... það var svosem margt verra en það sem viðhafðist hér "in soviet times" (mjög algengt að þegar fólk talar um gamla tímann þá vísa þau til hans með þessu orðalagi).

Annars kom vinkona okkar í mat til okkar í gærkvöldi og svo fórum við að hitta Eistnesk/Rússneska stelpu áðan sem er au pair á íslandi. Hún hafði samband við mig á netinu og í vetur höfum við spjallað saman þar af og til. Það var mjög gaman að hitta hana. Hún var svo góð að koma með eintak af mogganum og Grapevine handa okkur. Svo stendur til að hitta fleira fólk yfir hátíðirnar þannig að við ættum að hafa eithvað fyrir stafni á næstu dögum.

Hér eru nokkrar myndir sem við tókum á röltinu í dag, það var náttúrulega komið myrkur seinni partinn. Skammdegið hér er svipað og á íslandi. Ég set kanski inn meira af jólamyndum þegar þær verða til.


Þetta er tekið á Raekoja Platz, á jólamarkaðnum. Búið er að setja fullt af litlum kofum þar sem seldur er alls kyns Eistneskur varningur, matur og glögg.



Það er endalaust selt af handavinnudót hérna, bæði fatnaði og heimilisáhöldum.



Mikið af þröngum og fallegum götum í gamla bænum.


Þarna var búið að kveika eld úti á götu til að ylja sér við. Þeir eru soldið fyrir þetta Eistarnir, að höggva við og kveikja eld, enda mikið skóglendi hér.


Tilvonandi jólamatur...??

Thursday, December 20, 2007

Nokkur ord fra arkitektanema

jæja jæja núna er fyrsta önn á enda og í því tilefni við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farin veg með smá umfjöllun. Ég er búinn að vera í 13 fögum í vetur, hér er mikil áhersla á að læra mikið og fá lítið af einingum í staðinn. Engu að síður er þetta búið að vera mjög áhugavert og gaman, og sökum tungumálaörðuleika hef ég þurft að koma mér í gegn um þessa kúrsa með mismunandi hætti sem þýðir að ég er búinn að gera mikið af ritgerðum og mikið af sjálfstæðri uppýsingaleit og lestri.
Kúrsarnir sem ég var í voru meðal annars;

Umhverfisvernd - lokið með 16 blaðsíðna heimaprófi um "Bisphere" og "ecosystems" úúff!!!

3DLAB - verkefnið var að búa til háhýsi i "nýju formi",

loftræsting

vatnslögn

Urban action lectures - Fyrirlestraröð um málefni í borgarskiplagi

strategic urban planning

teikning - anatomia dýra

málun

"architectural teoria" frá Vítróvíusi til átjándu öld

vinnustofa um sköpunargáfu og vísindi

vinnustofa um "the european urban space"

Eistnesk listasaga

og svo að sjálfsögðu PALDISKI !! sem var hópverkefni, verkefnið var að þróa skipulag fyrir lítin bæ sem var herstöð hér áður fyrr. Verkefnið var mjög mikið á "jörðinni" og ekki mikið pláss fyrir klikkaðar hugmyndir, en engu að síður rættist ágætlega úr þessu. Okkar verkefni var meira að segja með iðnaðarhverfi. Við höldum svo áfram að þróa þessar hugmyndir eftir áramót.

Hér sjáið þið myndir af lokayfirferðinni og það má bæta við að hópurinn minn fékk A í einkunn!!!!



Hér er hópurinn minn að kynna "masterplanið".


Nemendur og kennarar fylgjast áhugasöm með.


Fjör á framabraut.

Hér eru myndir frá árlegri arkitektanemaveislu í skólanum. Það var mjög gaman, ræður, skemmtiatriði, kebab og vodki auðvitað til að skola niður rauðvíninu, hahahaha.




Þessi önn er búinn að vera ólík LHÍ að mörgu leiti en mjög lærdómsrík og gaman og ég hlakka til að hefja nám að nýju eftir áramót.

Sunday, November 25, 2007

Meira Berlin

Það var svo mikið tekið af myndum í Berlín að ég ákvað að gera aðra færslu með fleiri myndum. Fyrri Berlínarfærslan er semsagt fyrir neðan þessa, þar er meiri texti með ferðasögunni.

Þið getið stækkað myndirnar með því að tvíklikka.



Hér erum við á hamborgarabúllu sem heitir 60´s á Oranienbürgerstrasse (minnir mig). Svona rokk og ról þema.




Þetta er ég eftir að hafa fengið mér köku og kaffi í nýlistasafninu. Safnið er hannað af Mies Van Der Rohe og opnað 1968. Mjög falleg bygging, fleiri myndir hér!



Talandi um arkítekúr, þetta er bara málið.



Lestarstöðin og sjónvarpsturninn á Alexanderplatz.




Rákumst á þetta fiskabúr við dýragarðinn.



Potzdamerplatz er þess virði að kíkja á.



Þetta hús er rétt hjá Potsdamerplatz og mér finnst það með eindæmum flott.




Eftirpartí á Saks einhversstaðar í V-Berlín. Eins og sjá má var þetta bara gæfulegt.



Hnetur af tréi nágrannans borðaðar.



Sóley og Þór bregða á leik.



Mannlíf í Mitte.



Heimsókn í sendiráðið.

Wednesday, November 21, 2007

Berlín

Já, ég veit, ég veit... ég var búinn að lofa miklu og góðu bloggi en svo liðinn ég veit ekki hvað langur tími síðan ég bloggaði síðast. En örvæntið ekki, þetta á sér eðlilegar orsakir, það er einfaldlega svo mikið að gera hjá okkur. Já, það er bara allt á fullu.

Sóley er í skólanum heilu dagana og lærir svo fram á kvöld, og það er farið að styttast í deadline hjá mér (eða ég hélt það þangað til mér var sagt í gær að kórinn sem átti að flytja verk eftir mig núna í desember baðst vægðar vegna anna og mun flytja það í febrúar). En það er bara besta mál, ég er búinn með eitt stykki kórverk samið upp úr ca. fyrsta fjórðungi "Gunnarshólma" eftir afmælisbarnið Jónas Hallgrímsson. Ljóðið er svo fjandi langt að ég ákvað að byrja bara á þessu og sjá svo til hvort ég klári það síðar. Ef þetta kemur vel út á tónleikunum má búast við framhaldi... svipað eins og með hollívúdd myndirnar, ef sú fyrsta meikar það, þá kemur nr. 2 svo 3 o.s.fr.v.... haha:)

En þrátt fyrir annir, þá hikum við ekki við að vera kærulaus líka (við erum fullorðin, við megum það!) og skelltum okkur til Berlínar um daginn að heimsækja Þóru, systur mína og familíu. Tilgangurinn var reyndar tvíþættur, því við vorum líka á leiðinni til að sjá Arcade Fire - eina af uppáhaldshljómsveitum okkar. Meira um það síðar.

Það var æðislegt að koma aftur til Berlínar eftir 7 ára fjarveru. Borgin hefur breyst þónokkuð mikið á þessum tíma á sumum stöðum meðan aðrir staðir eru eins og þegar við vorum þar síðast.



Fjörið byrjaði um leið og við lentum þegar við vorum drifin beint í sendiráðið á tónleika þar sem flutt voru sönglög Atla Heimis við ljóð áðurnefnds Jónasar Hallgrímssonar (he´s so hot right now...!). Það var mjög gaman og við hittum þar fólk sem við þekkjum frá Íslandi og að sjálfsögðu var farið í eftirpartí. Þar sem Íslendingar eru samankomnir, þar er eftirpartí!



Okkur var boðið að koma í heimsókn í sendiráðið daginn eftir til að fá "guided tour" til að sjá bygginguna, en hún er nefninlega hönnuð af PK. Arkítektum, stofunni sem Sóley var að vinna á. Mjög gaman að fá svona gestrisni, takk fyrir okkur.
Sama dag röltum við um þetta sama hverfi og skoðunum arkítektúrinn á sendiráðunum þarna í kringum.



Svo var náttúrulega kíkt á Potsdamer Platz, farið þaðan yfir í Mitte sem er austan megin og bara göturnar mældar.





Um kvöldið var komið að því að fara á Arcade Fire. Tónleikarnir voru stórkostlegir, ekkert minna. Aracde Fire er án efa eitt besta band sem hægt er að sjá í dag. Þetta var í ca. 2000 til 2500 manna sal í Kreutzberg, "Kolumbiahalle". Við vorum uppi á svölum þar sem við sáum yfir sviðið og áhorfendurna, það var sérstaklega gaman að horfa yfir áhorfendaskarann og hvernig hljómsveitin dáleiddi fólk frá fyrsta lagi.
Það er gefandi að sjá hljómsveit spila sem hefur yfir svona mikilli orku að búa, og kemur henni yfir til áhorfendanna í gegnum lögin með mögnuðum flutningi sínum. Einn þeirra helsti styrkur liggur í gríðarlega flottum laglínum, mun dýpri og fallegri en almennt heyrist á rokktónleikum.
Þar sem við tókum engar myndir á tónleikunum þá skelli ég hér inn link frá Jules Holland, honum er vonandi alveg sama.





Daginn eftir var kíkt í nýlistasafnið, aðallega til að tékka á arkítektúrnum sem var frábær. Þvínæst kíkt á gyðinga-memorial reitinn rétt á hjá Brandenborgarhliðinu, í miðborg Berlínar... klikkuð stemmning. Voða flott, en soldið spes allt saman...




Um kvöldið fórum við í afmæli með Þóru og Kristjáni til vina þeirra.

Laugardagurinn var tekinn í að labba um Mitte svæðið og mæla út búðir og veitingastaði. Við komust að þeirri niðurstöðu að gömlu Sovét blokkirnar á Alexanderplatz væru fallegasti hluti Berlínar, austrið greinilega búið að skjóta rótum í hjörtum okkar:)





Í svona stórri borg eyðir maður ansi miklum tíma í samgöngur, soldið skrítið fyrir Íslendinga sem eru vanir að komast frá A til B á 5 mínútum.



Sóley og Þór tóku leik í billjard. Drengurinn er efnilegur!



Það fór vel um okkur í eldhúsinu hjá Þóru.

Þessi ferð var alveg frábær, og það má gera fastlega ráð fyrir að við munum sjást meira þarna á næstunni. Notum tækifærið og þökkum Þóru, Kristjáni, Löru og Þór fyrir gestrisnina.

Monday, October 22, 2007

Heimsoknartimi



Það hefur verið meira um gestagang en venjulega hjá okkur upp á síðkastið. Um síðustu helgi kom pabbi Sóleyjar með hele familien frá Danmörku yfir helgina og svo komu mamma og pabbi og voru frá mánudegi til laugardags. Þetta var afskaplega hressandi og gaman að sjá alla, og geta loksins sýnt nýja heimabæinn.
Það er nefninlega svolítið skrítinn tilfinning að búa hérna í þessari fallegu borg og geta ekki sýnt öllum vinum og vandamönnum það sem fyrir augu ber í okkar daglega lífi, og því var það einstaklega skemmtilegt að geta brugðið sér í hlutverk leiðsögumannsins og rölt með fólkið á milli staða.... "... og hér sjáum við rússnesku kirkjuna... ...og á hægri hönd sjáum við virkisvegginn..." þið náið hvert ég er að fara:)



Mamma og pabbi komu líka með ísland með sér (súkkulaði, lakkrís, lýsi, flatkökur + hangikjet og náttúrulega.... íslenskt brennivín!) já, það er ekkert mál að fara frá íslandi, maður getur tekið það með sér!.. eða þannig... Það var allavega mjög gaman að fá þau öll í heimsókn og ég auglýsi hér með að við þykjum mjög góðir gestgjafar og gistiaðstaða hjá okkur til fyrirmyndar.



En það var fleira í gangi en heimsóknir. Á meðan vinir mínir á íslandi djömmuðu af sér ra****tið á ariwaves hátíðinni var líka tónlistarhátíð í gangi hér: "Nyyd festiaval" (nú hátíðin) þar sem var flutt tónlist eftir eistnesk tónskáld og erlend. Þarna heyrði ég m.a nokkur verk eftir Ligeti, heiðurstónskáld hátíðarinnar, (þið kannist við tónlistina úr myndum Stanley Kubrik 2001, Shining o.s.fr.v.), Arvo Pärt Erkki-Sven Tüür og tónsmíðakennarann minn Helenu Tulve. Voða fínt allt saman. Ég verð að nefna það enn einu sinni að tónlistarlífið hér er alveg magnað, svo mikið framboð af svo áhugaverðri tónlist.



Við fengum loksins í pósti kassana okkar frá íslandi, þeir höfðu verið forever á leiðinni og skriffinnskan sem fylgdi því að fá þá var alveg merkileg. Nenni ekki að fara nánar út í það. En það er ótrúlegt hvað það er gaman að fá "dótið sitt" aftur, þó þetta sé í sjálfu sér ekkert svo merkilegir hlutir. Það gerir heimilið "heimilislegra" að hafa þar hluti sem manni þykir vænt um.



Framundan er svo skóli og meiri skóli, en svo ætlum við að fara eftir ca. 3 vikur til berlínar og heimsækja Þóru, systur mína, og fjölskyldu ásamt því að sjá tónleika með Arcade Fire. JESS!!

Monday, October 1, 2007

Daglegt lif

Nú er lífið dottið í fastar skorður hjá okkur, bæði komin á fullt í skólanum og ekki gefist mikill tími til bloggskrifa. Við höfum reyndar líka verið frekar dugleg við að "bregða undir okkur betri fætinum" og kíkja út á menningarlífið í Tallinn.

Þegar Sóley átti afmæli um daginn fórum við út að borða á Georgískum veitingastað, við höfum nefninlega komist að því að Georgískur matur er alveg einstaklega góður. Dæmigerður Georgískur matur er sashlik (stafað ca. svona), það er kjöt grillað yfir eldi og vafið inn í þunnt brauð, ekki ósvipað burritos í útliti. Svo er náttúrlega eitthvað spes krydd. Voða gott allt saman.
Að því loknu fórum við á tónleika í gamalli kirkju hérna (nóg af þeim) á tónleika þar sem flutt var Eistnesk kóratónlist af Fílaharmóníukammerkór Eistlands undir stjórn Paul Hillier (voða frægur sko...).

Svo fórum við líka í bíó um daginn á nýjasta hittarann hér í landi "Sügisball" (haustball). Íslendingar hafa nú löngum verið þekktir fyrir að gera nokkuð þunglyndar myndir en þurfa heldur betur að hugsa sitt ráð ef þeir ætla að vinna Eista í þunglyndiskeppninni, þetta var rosalegt! Þessi mynd gerir víst reyndar skemmtilega grín að þunglyndinu sem hefur einkennt Eistneska kvikmyndagerð hingað til, tók okkur smá tíma að fatta að sumir hlutir í myndinni voru brandarar sem Eistar skildu mjög vel meðan við veltum fyrir okkur "af hverju eru allir að hlæja...?" Mæli eindregið með þessu:)

Ég hef verið frekar duglegur að sækja tónleika hér, það er nefninlega hellingur í boði fyrir svona "uppgjafa-rokkara gone classical" gæja eins og mig;) Fór á Jóhannesarpassíuna eftir Sofiu Gubaydulina sem er eitt frægasta núlifandi tónskáld Rússa. Hún er 76 ára gömul og mætti eldhress á tónleikana. Daginn eftir fór ég og hlýddi á flutning á einu af mínum uppáhaldsverkum "Da Pacem" eftir Arvo Pärt, mæli big time með þessu fyrir þá sem ekki þekkja! Ég vissi ekki að það væri verið að fara að flytja þetta verk og varð því mjög ánægður þegar ég mætti á staðinn. Einnig var þarna flutt verk eftir Gyija Kancheli og einhvern renaissance gæja sem ég man ekki hvað heitir.
Hmmm... þetta gæti orðið soldið löng upptalning... það var tónlistarhátíð í skólanum þar sem Penderecki kom og kíkti á okkur, var með spjall við nemendur og svo voru verk eftir hann flutt á tónleikum honum til heiðurs um kvöldið. Tónskáld + hljómsveit frá S-Kóreu komu líka og það var mjög skemmtilegt að fá sýnishorn af þeirra menningu.

Held ég láti þetta duga í bili með tónleikalýsingar.

Svo héldum við matarboð um daginn, fyrsta svona official matarboðið okkar hér í landi. Buðum hingað þýskum skólafélögum Sóleyjar, Eistnesku vinkonu okkar henni Margit og hún kom með Finnskan listamann með sér. Mjög fjölmenningarlegt allt saman, eða eins og við köllluðum það "very contemporary". haha.

Þetta er farið að hljóma eins og við gerum ekkert nema að skemmta okkur hérna, á það ekki annars að vera þannig...?

Læt hér fylgja myndir sem lýsa stemmningunni á okkur hér heima, svona stundum allavega:


Thursday, September 6, 2007

S - Eistland

Við fórum í ferðalag um helgina með vinum okkar, þeim Margit, Karin og bandarískum eiginmanni hennar, Jeff. Þannig er að Margit var fyrir nokkuð löngu síðan búin að bjóða okkur að koma með henni í sveitina þar sem amma hennar býr í S - Eistlandi og þar sem að Karin og Jeff, sem búa í NY voru bæði á landinu þótti tilvalið að fara í hópferð í sveitina.
Það var mjög skemmtilegt að sjá þennan hluta landsins sem er nokkuð ólíkur umhverfinu hér í Tallinn, svolítið eins og að vera komin einhvert aftur í tímann.
Þetta var mikið ævintýri og við náðum að gera ansi mikið á þessum stutta tíma. Við fórum m.a. í skóginn og týndum sveppi í matinn, heimsóttum nágranna sem buðu okkur í kaffi og með því, fórum í reyk-sauna og vöktum við varðeldinn frameftir nóttu.



Fyrsta regla þegar haldið skal í ferðalag: ekki leigja ódýrasta bílinn í bænum! Þessi gafst upp í miðbæ Tallinn... haha! Við hringdum og kvörtuðum og það var komið með annan í staðinn, þann næstódýrasta:)



Þarna erum við lögð af stað í "nýja" bílnum okkar og eins og sjá má þá var stemmningin ótrúleg.



Þetta var ca. 3 tíma keyrsla og gott að komast á áfangastað.





Þarna má sjá okkur á sveppaveiðum. "Veiðin" úr þessari ferð var borðuð með bestu lyst seinna um kvöldið.




Við skruppum í heimsókn til vinkonu Karin sem var stödd á næsta bæ. Þar var tekið ótrúlega vel á móti okkur með kaffi og bakkelsi.



Að heimsókn lokinni fórum í "fjallgöngu" á hæsta tind Eistlands, en hann er u.þ.b. 300 metra hár. Eins og sjá má erum við alveg uppgefin eftir að labba upp TRÖPPURNAR á hann!




Um kvöldið fórum við í reyk-sauna. Þetta er hefð sem við Íslendingar tengjum oft við Finna, en Eistar eru líka mikið sauna fólk. Fyrir þá sem ekki vita hvernig þetta virkar skal ég útskýra: Fyrst er kveiktur eldur og hann látinn deyja út, jafvel bætt á hann nokkrum sinnum brenni í millitíðinni til þess að eftir verði eldheit kol. Meðan á þessu stendur er saunan auðvitað full af reyk og ekki hægt að vera þar inni. Svo er soðið vatn. Þegar eldurinn er slokknaður (ca. 2 tímum seinna) er farið með vatnið út í saununa og þá er hægt að fara að hefja leikinn. Vatninu er svo helt á heit viðarkolin og þannig gýs upp mikill hiti. Svo er bara setið og svitnað, og hlaupið reglulega út til að kæla sig niður. Þegar nokkuð er liðið á, er góður siður að sprauta á sig, eða láta sprauta á sig ískölu vatni (á veturna er náttúrulega bara hlaupið út í snjóinn). Eftir allt þetta þvær maður sig hátt og lagt og lykar svo af reyk það sem eftir er vikunnar. Hljómar þetta ekki vel? Þó að mér hafi nú stundum fundist þetta full mikið af hinu góða, þá mæli ég eindregið með þessu fyrir alla.



Á myndinni hér að ofan má sjá okkur fá okkur að borða eftir saununa (auðvitað afrakstur sveppatýnslu dagsins).



Svo var sest við varðeldinn og hlegið fram eftir nóttu.



Hér má sjá mynd af okkur í Tartu, sjarmerandi háskólabær sunnarlega í Eistlandi þar sem við stoppuðum stutt við á leiðinni í bæinn aftur.

Í öðru fréttum er það helst að við erum flutt í íbúð í miðbænum þar sem við verðum allavega næstu tvö árin. Við erum alveg einstaklega ánægð með hana og líður vel. Við munum skella in myndum af henni fljótlega.
Svo erum við bæði nýbyrjuð í skólanum þannig að það er bara allt í gangi - meira síðar.