Nú er lífið dottið í fastar skorður hjá okkur, bæði komin á fullt í skólanum og ekki gefist mikill tími til bloggskrifa. Við höfum reyndar líka verið frekar dugleg við að "bregða undir okkur betri fætinum" og kíkja út á menningarlífið í Tallinn.
Þegar Sóley átti afmæli um daginn fórum við út að borða á Georgískum veitingastað, við höfum nefninlega komist að því að Georgískur matur er alveg einstaklega góður. Dæmigerður Georgískur matur er sashlik (stafað ca. svona), það er kjöt grillað yfir eldi og vafið inn í þunnt brauð, ekki ósvipað burritos í útliti. Svo er náttúrlega eitthvað spes krydd. Voða gott allt saman.
Að því loknu fórum við á tónleika í gamalli kirkju hérna (nóg af þeim) á tónleika þar sem flutt var Eistnesk kóratónlist af Fílaharmóníukammerkór Eistlands undir stjórn Paul Hillier (voða frægur sko...).
Svo fórum við líka í bíó um daginn á nýjasta hittarann hér í landi "Sügisball" (haustball). Íslendingar hafa nú löngum verið þekktir fyrir að gera nokkuð þunglyndar myndir en þurfa heldur betur að hugsa sitt ráð ef þeir ætla að vinna Eista í þunglyndiskeppninni, þetta var rosalegt! Þessi mynd gerir víst reyndar skemmtilega grín að þunglyndinu sem hefur einkennt Eistneska kvikmyndagerð hingað til, tók okkur smá tíma að fatta að sumir hlutir í myndinni voru brandarar sem Eistar skildu mjög vel meðan við veltum fyrir okkur "af hverju eru allir að hlæja...?" Mæli eindregið með þessu:)
Ég hef verið frekar duglegur að sækja tónleika hér, það er nefninlega hellingur í boði fyrir svona "uppgjafa-rokkara gone classical" gæja eins og mig;) Fór á Jóhannesarpassíuna eftir Sofiu Gubaydulina sem er eitt frægasta núlifandi tónskáld Rússa. Hún er 76 ára gömul og mætti eldhress á tónleikana. Daginn eftir fór ég og hlýddi á flutning á einu af mínum uppáhaldsverkum "Da Pacem" eftir Arvo Pärt, mæli big time með þessu fyrir þá sem ekki þekkja! Ég vissi ekki að það væri verið að fara að flytja þetta verk og varð því mjög ánægður þegar ég mætti á staðinn. Einnig var þarna flutt verk eftir Gyija Kancheli og einhvern renaissance gæja sem ég man ekki hvað heitir.
Hmmm... þetta gæti orðið soldið löng upptalning... það var tónlistarhátíð í skólanum þar sem Penderecki kom og kíkti á okkur, var með spjall við nemendur og svo voru verk eftir hann flutt á tónleikum honum til heiðurs um kvöldið. Tónskáld + hljómsveit frá S-Kóreu komu líka og það var mjög skemmtilegt að fá sýnishorn af þeirra menningu.
Held ég láti þetta duga í bili með tónleikalýsingar.
Svo héldum við matarboð um daginn, fyrsta svona official matarboðið okkar hér í landi. Buðum hingað þýskum skólafélögum Sóleyjar, Eistnesku vinkonu okkar henni Margit og hún kom með Finnskan listamann með sér. Mjög fjölmenningarlegt allt saman, eða eins og við köllluðum það "very contemporary". haha.
Þetta er farið að hljóma eins og við gerum ekkert nema að skemmta okkur hérna, á það ekki annars að vera þannig...?
Læt hér fylgja myndir sem lýsa stemmningunni á okkur hér heima, svona stundum allavega:
Monday, October 1, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment