Thursday, September 6, 2007

S - Eistland

Við fórum í ferðalag um helgina með vinum okkar, þeim Margit, Karin og bandarískum eiginmanni hennar, Jeff. Þannig er að Margit var fyrir nokkuð löngu síðan búin að bjóða okkur að koma með henni í sveitina þar sem amma hennar býr í S - Eistlandi og þar sem að Karin og Jeff, sem búa í NY voru bæði á landinu þótti tilvalið að fara í hópferð í sveitina.
Það var mjög skemmtilegt að sjá þennan hluta landsins sem er nokkuð ólíkur umhverfinu hér í Tallinn, svolítið eins og að vera komin einhvert aftur í tímann.
Þetta var mikið ævintýri og við náðum að gera ansi mikið á þessum stutta tíma. Við fórum m.a. í skóginn og týndum sveppi í matinn, heimsóttum nágranna sem buðu okkur í kaffi og með því, fórum í reyk-sauna og vöktum við varðeldinn frameftir nóttu.



Fyrsta regla þegar haldið skal í ferðalag: ekki leigja ódýrasta bílinn í bænum! Þessi gafst upp í miðbæ Tallinn... haha! Við hringdum og kvörtuðum og það var komið með annan í staðinn, þann næstódýrasta:)



Þarna erum við lögð af stað í "nýja" bílnum okkar og eins og sjá má þá var stemmningin ótrúleg.



Þetta var ca. 3 tíma keyrsla og gott að komast á áfangastað.





Þarna má sjá okkur á sveppaveiðum. "Veiðin" úr þessari ferð var borðuð með bestu lyst seinna um kvöldið.




Við skruppum í heimsókn til vinkonu Karin sem var stödd á næsta bæ. Þar var tekið ótrúlega vel á móti okkur með kaffi og bakkelsi.



Að heimsókn lokinni fórum í "fjallgöngu" á hæsta tind Eistlands, en hann er u.þ.b. 300 metra hár. Eins og sjá má erum við alveg uppgefin eftir að labba upp TRÖPPURNAR á hann!




Um kvöldið fórum við í reyk-sauna. Þetta er hefð sem við Íslendingar tengjum oft við Finna, en Eistar eru líka mikið sauna fólk. Fyrir þá sem ekki vita hvernig þetta virkar skal ég útskýra: Fyrst er kveiktur eldur og hann látinn deyja út, jafvel bætt á hann nokkrum sinnum brenni í millitíðinni til þess að eftir verði eldheit kol. Meðan á þessu stendur er saunan auðvitað full af reyk og ekki hægt að vera þar inni. Svo er soðið vatn. Þegar eldurinn er slokknaður (ca. 2 tímum seinna) er farið með vatnið út í saununa og þá er hægt að fara að hefja leikinn. Vatninu er svo helt á heit viðarkolin og þannig gýs upp mikill hiti. Svo er bara setið og svitnað, og hlaupið reglulega út til að kæla sig niður. Þegar nokkuð er liðið á, er góður siður að sprauta á sig, eða láta sprauta á sig ískölu vatni (á veturna er náttúrulega bara hlaupið út í snjóinn). Eftir allt þetta þvær maður sig hátt og lagt og lykar svo af reyk það sem eftir er vikunnar. Hljómar þetta ekki vel? Þó að mér hafi nú stundum fundist þetta full mikið af hinu góða, þá mæli ég eindregið með þessu fyrir alla.



Á myndinni hér að ofan má sjá okkur fá okkur að borða eftir saununa (auðvitað afrakstur sveppatýnslu dagsins).



Svo var sest við varðeldinn og hlegið fram eftir nóttu.



Hér má sjá mynd af okkur í Tartu, sjarmerandi háskólabær sunnarlega í Eistlandi þar sem við stoppuðum stutt við á leiðinni í bæinn aftur.

Í öðru fréttum er það helst að við erum flutt í íbúð í miðbænum þar sem við verðum allavega næstu tvö árin. Við erum alveg einstaklega ánægð með hana og líður vel. Við munum skella in myndum af henni fljótlega.
Svo erum við bæði nýbyrjuð í skólanum þannig að það er bara allt í gangi - meira síðar.

8 comments:

Anonymous said...

hey flott taska hahahaha
á ég að kannast eitthvað við þessa peysu kannski líka????

En allavega Eistland hljómar spennandi og hlakka til að sjá myndir af 60´s höllinni.

BTW fengum íbúðina movingday næsta þriðjudag innfluttningspartý næstu helgi og ykkur boðið

Hafdís gítareigandi said...

Vaaaááá! Þetta er allt saman geggjað! Æðislegar myndir!

Anonymous said...

Ykkur leiðist greinlega aldrei þarna í landi Eista! til hamingju með að vera komin með heimili næstu tvö árin :)

Anonymous said...

Hæhæ til hamingju með nýju íbúðina ;) eruði alveg viss um að þessir sveppir hafi ekki verið eitthvað vafasamir??...neinei segi svona, enn haldið áfram að skemmta ykkur svona rosalega ;) p.s nú er ég að fara að byrja í skólanum :) loksins!

Unknown said...

Sé að það er mikið stuð hjá ykkur í Eistlandi. Eldhúsmyndin er gífurlega flott!

Anonymous said...

elsku Sóley, Til hamingju með afmælið á laugardaginn!! Mundi sko alveg eftir því en gleymdi alltaf að skrifa þér skilaboð :)Vonandi áttiru súper dúper dag og varst böðuð í gjöfum! Ég og Frank ætlum til Köben á afmælinu mínu og kíkja á menninguna þar :)Knús og kosssar og þykjustu afmælisgjafir og tertur!

Unknown said...

Það er greinilega rosa gaman hjá ykkur. Frábærar myndir úr sveitinni.
Hey Sóley... nú er ég að fara á gamla vinnustaðinn þinn PK. Rosa ánægð með það, hlakka til að heyra fréttir úr skólanum.

Anonymous said...

Hæbb, minnir mig eitthvað á ástandið á bjöllunni minni þessa dagana efsta myndin þarna :)
En gaman að sjá að ykkur leiðist ekki þarna og verður gaman að heyra sögur þegar maður kíkir í heimsókn við næsta tækifæri :)

B. kv. Bjarni