Monday, August 6, 2007

Skolinn buinn

Í lok síðustu viku var síðasti skóladagurinn okkar í sumarskóla. Við erum kanski ekki orðin alveg fljúgandi fær í Eistnesku ennþá, en við kunnum allavega mun meira en við gerðum fyrir 3 vikum síðan. Þetta nám var mjög praktískt og tungumálið hefur breyst úr því að hljóma eins og kínverska yfir í eithvað sem við skiljum bara ágætlega, og svo þurfum við bara að halda áfram að æfa okkur.
Við þurftum því að kveðja suma skólafélaga okkar, og það var með nokkrum trega því ágætis vinskapur hafði myndast innan hópsins. Við komum þó til með að halda sambandi okkar á milli því sum þeirra munu vera hér áfram, eða vera hér eithvað á næstunni.



Þetta erum við ásamt henni Katrínu, kennaranum okkar.



Sóley tók þessa mynd af okkur í lyftunni á leið í kaffipásu.

No comments: