Tuesday, August 14, 2007

Helsinki

Það er búið að vera mikið flakk á okkur upp á síðkastið, því ekki nóg með að við séum nýkomin frá St. Pétursborg heldur skelltum við okkur til Helsinki núna um helgina.

Þannig er að vinkona okkar var að halda sýningu á málverkum sínum og þar sem við búum bara hinum megin við flóann þá fannst okkur alveg málið að "taka bara Akraborgina" yfir og slá tvær flugur í einu höggi; sjá borgina og sýninguna.
Þessi ferð var nú í alla staði rólegri en St. Pétursborgarferðin, kominn nokkur þreyta í okkur eftir það sem á undan var gengið og borgin svosem ekki alveg jafn framandi, þótt falleg sé.



Er ekki alger classic að byrja svona ferðablogg á mynd út um hótelgluggann? Þetta var ágætis gistiheimili í miðri borginni sem vinkona okkar hafði mælt með.




Við fórum náttúrulega beint í bæinn og þarna má sjá okkur slappa af og njóta sólarinnar liggjandi í grasinu sem er við aðalverslunargötuna í Helsinki. Setur skemmtilega afslappaðann svip á miðbæinn að hafa svona grasflöt alveg við búðirnar.



Á föstudagskvöldinu var svo sýningin sem við fórum til að sjá. Við tókum nú ekki mikið af ljósmyndum þarna inni en á þessari má sjá listakonuna Kristínu Gunlaugsdótttir og Hubert, Austurrískan kærasta hennar, á opnuninni. Kristín er ein af okkar færustu myndlistarkonum og fyrir þá sem ekki þekkja til verka hennar þá mæli ég eindregið með þeim ( http://www.kristing.is/ ).



KB banki var styrktaraðilli að sýningunni og að henni lokinni buðu þeir okkur og vinum/fjölskyldu Kristínar út að borða í tilefni dagsins
Það var bannað að taka myndir inni á veitingahúsinu, en við stálumst nú samt:) Þetta var alveg einstaklega flottur staður. Þess má geta að maturinn á myndinni er ekki eini maturinn sem okkur var boðið:) Diskarnir voru óteljandi.



Fiskimarkaðurinn er markaður við höfnina niðri í miðbæ Helsinki. Þetta er svona staður það sem er seldur allskyns matur og góðgæti, skemmtileg stemmning.

Það er alltaf eithvað að frétta af okkur og þetta blog hálfgert best-of af því sem dregur á daga okkar hér í Tallinn. Í næsta bloggi verða sennilega fréttir + myndir af nýju íbúðinni okkar!

5 comments:

Anonymous said...

Mikið andskoti leikru lífið við ykkur. Ég fagna því. Þetta veitir manni innblástur.

Monmouth said...

forudi ekki a Lordi veitingastadinn?

Hafdís gítareigandi said...

Vá, allt að gerast :). Ekki mikið blogg svona síðustu dagana. Jæja, nú ætla ég að asnast til að linka á ykkur :).

Annars er ég sjálf í mjög fáum tímum í skólanum og frekar mikið ein að nördast :). Sakna tónskáldakaffiklúbbsins ;).

Híhí, ég fer að sjá CAPUT á morgun og hinn, þau eru að koma til að spila hér. Ætla að reyna að sannfæra e-a dani um að koma með ;)...

kriss rokk said...

Sælinú,
takk fyrir síðast og takk fyrir að taka vel á móti okkur villingunum! Það var rosa gaman að hitta ykkur og frábært að heimsækja þessa glæsilegu borg ykkar. Ég fann heimasíðu "fangelsisins" þar sem við spiluðum; www.patarei.com og ég sá ekki betur en að ein myndin í http://ataliitallinn.blogspot.com/2007/07/rltinu.html sé einmitt af téðu fangelsi. Ég legg til að þið farið og skoðið það ef þið hafið ekki þegar gert það. En alls ekki taka bláan Opel leigubíl þangað, bílstjórinn er algjör fáviti og örugglega freðinn...freðinn fáviti!
Hafið þið gott,
við biðjum öll að heilsa. Þá meina ég við öll. Líka Geir Hilmar Haarde!

Anonymous said...

Independent [url=http://www.invoiceforyou.com]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget masterly invoices in one sec while tracking your customers.