Monday, September 3, 2007

Sumarskoli no. 2

Við erum ekki búin að vera mjög dugleg í bloggfærslum upp á síðkastið. "vandamálið" er einfaldlega að það er svo mikið að gerast hjá okkur að bloggið verður útundan. við biðjumst velvirðingar.
Síðustu tvær vikurnar er ég búinn að vera á tónsmíðanámskeiði í skólanum sem heitir "crossing borders, once again". Þetta er svona sumarskóli þar sem að fólk allstaðan að úr evrópu kemur til að læra, hljóðfæraleikarar og tónskáld. Námskeiðið endaði svo á tónleikum þar sem flutt var lítið verk eftir mig, klarínettu mineatúr - kom bara vel út.
það var skemmtileg tilviljun að tónsmíðakennarinn minn þarna var gamli kennarinn minn úr LHÍ, Dr. Úlfar Ingi Haraldsson, gaman að hitta hann aftur, en svo þegar skólinn byrjar taka aðrir kennarar við.
það var gaman að hitta þarna fólk sem er í svipuðum pælingum og maður sjálfur, en samt með ólíka sýn á viðfangsefnið. stækkar alltaf smámsaman heiminn fyrir manni.

jæja, nú fer bilið á milli bloggana hjá okkur vonandi að styttast. sýnið okkur smá þolinmæði:)



þetta er bekkurinn minn á námskeiðinu ásamt úlfari, kennaranum okkar.

2 comments:

Unknown said...

Hahaha, kominn alla leið til Tallin til að læra og svo mætir bara Úlfar til að kenna þér - lítill heimur;)

Hafdís gítareigandi said...

Hahha, akkúrat :D! En skondið :).

Ég var einmitt að klára lítið klarinettstykki fyrir 10 ára gamla frænku mína, voða dúlló. Er að fara að byrja á brjáluðu sellóstykki (það á að verða brjálað, það er útgangspunkturinn :D). Gamanaðissu...