Monday, October 22, 2007

HeimsoknartimiÞað hefur verið meira um gestagang en venjulega hjá okkur upp á síðkastið. Um síðustu helgi kom pabbi Sóleyjar með hele familien frá Danmörku yfir helgina og svo komu mamma og pabbi og voru frá mánudegi til laugardags. Þetta var afskaplega hressandi og gaman að sjá alla, og geta loksins sýnt nýja heimabæinn.
Það er nefninlega svolítið skrítinn tilfinning að búa hérna í þessari fallegu borg og geta ekki sýnt öllum vinum og vandamönnum það sem fyrir augu ber í okkar daglega lífi, og því var það einstaklega skemmtilegt að geta brugðið sér í hlutverk leiðsögumannsins og rölt með fólkið á milli staða.... "... og hér sjáum við rússnesku kirkjuna... ...og á hægri hönd sjáum við virkisvegginn..." þið náið hvert ég er að fara:)Mamma og pabbi komu líka með ísland með sér (súkkulaði, lakkrís, lýsi, flatkökur + hangikjet og náttúrulega.... íslenskt brennivín!) já, það er ekkert mál að fara frá íslandi, maður getur tekið það með sér!.. eða þannig... Það var allavega mjög gaman að fá þau öll í heimsókn og ég auglýsi hér með að við þykjum mjög góðir gestgjafar og gistiaðstaða hjá okkur til fyrirmyndar.En það var fleira í gangi en heimsóknir. Á meðan vinir mínir á íslandi djömmuðu af sér ra****tið á ariwaves hátíðinni var líka tónlistarhátíð í gangi hér: "Nyyd festiaval" (nú hátíðin) þar sem var flutt tónlist eftir eistnesk tónskáld og erlend. Þarna heyrði ég m.a nokkur verk eftir Ligeti, heiðurstónskáld hátíðarinnar, (þið kannist við tónlistina úr myndum Stanley Kubrik 2001, Shining o.s.fr.v.), Arvo Pärt Erkki-Sven Tüür og tónsmíðakennarann minn Helenu Tulve. Voða fínt allt saman. Ég verð að nefna það enn einu sinni að tónlistarlífið hér er alveg magnað, svo mikið framboð af svo áhugaverðri tónlist.Við fengum loksins í pósti kassana okkar frá íslandi, þeir höfðu verið forever á leiðinni og skriffinnskan sem fylgdi því að fá þá var alveg merkileg. Nenni ekki að fara nánar út í það. En það er ótrúlegt hvað það er gaman að fá "dótið sitt" aftur, þó þetta sé í sjálfu sér ekkert svo merkilegir hlutir. Það gerir heimilið "heimilislegra" að hafa þar hluti sem manni þykir vænt um.Framundan er svo skóli og meiri skóli, en svo ætlum við að fara eftir ca. 3 vikur til berlínar og heimsækja Þóru, systur mína, og fjölskyldu ásamt því að sjá tónleika með Arcade Fire. JESS!!

3 comments:

Hafdís gítareigandi said...

Hljómar allt saman voða vel. Lýsi og nammi hér líka, þvílík snilld!

Úff hvað ég er abbó með þessa tónlistarhátíð ykkar! Hvernig var sándið á Atmospheres, var það í flottum sal? Nógu er það nú flott í headfónunum!

Annars sakna ég kaffiklúbbsins alltaf pínu :). Væri gaman að hafa reunion eða prójekt eða eitthvað :D. híhíhí...

Brynja said...

Arcade Fire eru snillingar! Erum búin að vera með þeim á mörgum festivölum. Fengum meira að segja að spila með þeim í einu laginu þeirra á festivalinu í Genf í sumar.
Góða skemmtun!
(Ef þú ferð baksviðs þá bið ég kærlega að heilsa Kelly;)

Birkir Fjalar said...

Enn og aftur þá er þetta blogg, sérstaklega þegar þið komið inn á daglega lífið, mjög mikill innblástur. Hjálpar mér að taka hænuskref í átt að því að smella draslinu í tösku, setja íbúðina á leigumarkað og get the funk out.