Sunday, November 25, 2007

Meira Berlin

Það var svo mikið tekið af myndum í Berlín að ég ákvað að gera aðra færslu með fleiri myndum. Fyrri Berlínarfærslan er semsagt fyrir neðan þessa, þar er meiri texti með ferðasögunni.

Þið getið stækkað myndirnar með því að tvíklikka.



Hér erum við á hamborgarabúllu sem heitir 60´s á Oranienbürgerstrasse (minnir mig). Svona rokk og ról þema.




Þetta er ég eftir að hafa fengið mér köku og kaffi í nýlistasafninu. Safnið er hannað af Mies Van Der Rohe og opnað 1968. Mjög falleg bygging, fleiri myndir hér!



Talandi um arkítekúr, þetta er bara málið.



Lestarstöðin og sjónvarpsturninn á Alexanderplatz.




Rákumst á þetta fiskabúr við dýragarðinn.



Potzdamerplatz er þess virði að kíkja á.



Þetta hús er rétt hjá Potsdamerplatz og mér finnst það með eindæmum flott.




Eftirpartí á Saks einhversstaðar í V-Berlín. Eins og sjá má var þetta bara gæfulegt.



Hnetur af tréi nágrannans borðaðar.



Sóley og Þór bregða á leik.



Mannlíf í Mitte.



Heimsókn í sendiráðið.

5 comments:

Hafdís gítareigandi said...

Skæl! Mikið takið þið fallegar myndir! Hey! Hvernig er með jólafríið, ætlið þið að vera úti eða heima? Ég er að spá í að vera frá ca. 24. des til ööö...kannski 15. jan? Alveg til í tónskáldakaffi ef stemmning er fyrir því :)...

Páll Ragnar Pálsson said...

Við ætlum að vera hér úti um jólin. Okkur fannst eiginlega algert skilyrði að prófa jól í nýju landi, þrátt fyrir að það væri nú ótrúlega gaman að koma heim og hitta alla, sérstaklega þegar þú nefnir tónskáldakaffi... úff.. heimþráin tók alveg aukakipp, en það verður að bíða betri tíma.

Hafdís gítareigandi said...

Roger ;).

Já...jól hér voru alveg pæling...en það eeer svo kósý að fara heim, sérstaklega að leyfa ömmum og öfum að hitta litla strumpinn og svona ;). En ef maður væri barnlaus þá væri alveg pæling að taka útijól!

Anonymous said...

Hæ hæ Sóley og Palli!

Mig langaði bara að kvitta fyrir komuna, loksins fæ ég að sjá bloggsíðuna ykkar (eftir mikla google.com og leit.is, leit) Pabbi þinn, Sóley, sendi mér slóðina. Það er greinilegt að það fer vel um ykkur þarna. :)

Kær kveðja
Björg frænka í Hafnarfirðinum....

kriss rokk said...

Halló Palli og Sóley!
Dúds, takk fyrir síðast...þarna í haust! Djöfull var gaman og rosalega er borgin ykkar kreisí töff! Hún er kickass!
Ég er strax búinn að spandera 4 upphrópunarmerkjum!

Ég vona og veit að þið munið eiga góð jól í Tallinn og ég skil ykkur fullvel að vilja vera þar um jólin. Ég skora á ykkur að semja lag sem heitir "Jólin í Tallinn"! Ég vil fá það sent í tölvupósti ekki seinna en á aðfangadagsmorgun, meilið mitt er krissrokk@gmail.com.

Bestu kveðjur,
Kriss