Sunday, December 23, 2007

Jolin ad koma

Það er ekki hægt að segja að það hafi verið mikið jólastress á þessum bæ upp á síðkastið. Við keyptum svo til allar jólagjafirnar í einum rykk í byrjun mánaðarins og sendum þær fyrir ca. 2 vikum síðan.
Það var reyndar orðið svolítið krítískt með jólagjafirnar okkar, en þær komu ekki fyrr hingað fyrr en í gær, eða megnið af þeim. Eithvað er enn á leiðinni en það er borinn út póstur á morgun, við sjáum hvað setur, stressum okkur ekki mikið á því.

Skólinn hjá okkur var ekki búinn fyrr en nú rétt fyrir helgi. Síðan þá höfum við verið svolítið á röltinu að skoða jólastemmninguna, kaupa í matinn (peking önd verður það þetta árið) og einnig sitthvað fyrir heimilið. Settum punktinn yfir i-ið áðan þegar við fórum og keyptum fullfermi af brennivið í arininn.

Jólageðveikin virðist nú ekki vera alveg jafn mikil hérna og heima, en þónokkur engu að síður. Það má alveg hafa það í huga að allt jólahald var bannað hér í bæ þangað til 1991. Fólk stalst víst til að halda jól fyrir krakkana með dregið fyrir gluggana:)
Ímyndið ykkur að banna jólin! Það er einhver mesta illska sem ég veit, eða þannig... það var svosem margt verra en það sem viðhafðist hér "in soviet times" (mjög algengt að þegar fólk talar um gamla tímann þá vísa þau til hans með þessu orðalagi).

Annars kom vinkona okkar í mat til okkar í gærkvöldi og svo fórum við að hitta Eistnesk/Rússneska stelpu áðan sem er au pair á íslandi. Hún hafði samband við mig á netinu og í vetur höfum við spjallað saman þar af og til. Það var mjög gaman að hitta hana. Hún var svo góð að koma með eintak af mogganum og Grapevine handa okkur. Svo stendur til að hitta fleira fólk yfir hátíðirnar þannig að við ættum að hafa eithvað fyrir stafni á næstu dögum.

Hér eru nokkrar myndir sem við tókum á röltinu í dag, það var náttúrulega komið myrkur seinni partinn. Skammdegið hér er svipað og á íslandi. Ég set kanski inn meira af jólamyndum þegar þær verða til.


Þetta er tekið á Raekoja Platz, á jólamarkaðnum. Búið er að setja fullt af litlum kofum þar sem seldur er alls kyns Eistneskur varningur, matur og glögg.



Það er endalaust selt af handavinnudót hérna, bæði fatnaði og heimilisáhöldum.



Mikið af þröngum og fallegum götum í gamla bænum.


Þarna var búið að kveika eld úti á götu til að ylja sér við. Þeir eru soldið fyrir þetta Eistarnir, að höggva við og kveikja eld, enda mikið skóglendi hér.


Tilvonandi jólamatur...??

3 comments:

Frankrún said...

Langt síðan ég hef kíkt á síðuna ykkar, er nefnlega svo mikill sauður að muna urlið ykkar haha en googlaði það svo fann það í gegnum annað blogg. Gleðileg jól annars og farsælt komandi árið! :) Var að rifja upp þá góðu stundir sem við höfum átt í kringum jólin.
Gaman að skoða flottar myndir frá ykkur og fá að fylgjast með hvernig gengur. Fólk er alltaf jafn hissa þegar ég segi að þið séuð í Eistlandi haha. Ohh hvað mig langar til Berlínar!! Verð bara að fara að hunskast þangað.

Kærar kveðjur frá Íslandi :) knús

Unknown said...

Gleðileg jól sömuleiðis Palli minn og farsælt komandi ár! Vonandi hittumst við á því nýja:)

Queen Vala said...

Sæl og blessuð nágrannar!
Ráfaði óvænt hingað inn. Við Aleksi höfum hugsað okkur að skella okkur fljótlega í bátsferð til Tallin, kaupa kassa af vodka og annað nauðsynlegt á spottprís. Væri gaman að hitta á ykkur... svo eruði að sjálfsögðu velkomin hingað til Helsinki! mig vantar samt meil á ykkur. sendiði endilega línu á arnavala@gmail.com