Thursday, January 17, 2008

Januar

Jæja, jólin búin og janúar komin, hér er allt að fara rólega af stað ég er byrjuð í einum kúrs og er að reyna að skrifa heimspekiritgerð. Það byrjar síðan allt fyrir alvöru í lok janúar. En það er ósköp notalegt að hefja árið svona rólega svo ég kvarta ekki. Ég fór í sund í fyrsta skiptið hérna í Tallinn, hérna á móti húsinu okkar er Hótel Olümpia á 23 hæð er svona lítil heilsuræktarstöð með pínulítillri sundlaug og sauna með útsyni yfir alla borgina. Það var rosa fínt jafnvel þótt að sundlaugin væri köld af íslenskum standard. Hún Laura (eistnenska vinkona mín sem ég fór með) með sagði eins og eistlendingum er lagið að hún kynni sérstaklega við þennan stað vegna þess að þar væri jafnan mjög fámennt. Eistlendingar kunna nefninlega best við sig þar sem er rólegt og fámennt. En ég er ekki frá því að ég sé samála henni. Ég og Palli höfum komið okkur innundir hjá hópi kvikmyndaáhugafólks hér í Tallinn sem hittist einu sinni í viku hér í nágrenninu í heimahúsi til að horfa á kvikmyndir. Það er mjög töff myndvarpi og allt. Það eru alltaf tekin fyrir ákveðin leikstjóri, og farið í gegnum myndirnar hans. Þau 2 skipti sem ég hef mætt var verið að taka fyrir bíómyndir Verner Herzog ef einhver kannast við hann, hann hefur gert bæði heimildarmyndir og leiknar myndir.

æi já... og myndavélin er biluð svo engar myndir í dag en vonandi næst

2 comments:

Anonymous said...

Frábært að hefja skólann svona á rólegri nótunum !
Ég fór að sjá fyrir mér heilsuræktina og hvernig þú sérð yfir borgina. Af myndum af dæma er Tallinn falleg borg.
Ég ók einmitt framhjá heilsurækt um daginn sem "hangir" yfir freeway og meðan þú hjólar eða hleypur, flýtur þú yfir þessari gífurlegu bílaumferð.

Geðveikt töööffff.

Annars skilst mér að SÆÆÆLLLL ! sé málið núna? Þú veist; starfsmaður á plani og allt það.

Anonymous said...

Takk fyrir ahugaverd blog