Monday, August 6, 2007

St. Petursborg


Um helgina var förinni heitið alla leið austur til St. Pétursborgar. Við fórum í rútu með fólki í skólanum okkar í skipulagða ferð þar sem að okkur var sýnd borgin og svo fengum við náttúrulega líka frítíma til að skoða hana sjálf. Ferðin var mjög vel skipulögð þar sem okkur voru sýnd þekktustu staðir en svo var líka passað upp á að við fengum líka tíma til að flakka um ein og óstudd.

ATH! Þið getið smellt á myndirnar til að stækka þær!

Við skoðuðum Petrograd, höll Keisara Péturs mikla sem ákvað að þarna skyldi rísa borg "gluggi til vestursins". Hann byggði semsagt þessa gulli skreyttu höll og nokkrar í viðbót ásamt stærsta gosbrunnagarði í heimi (hann var augljóslega snaaaaarbilaður) fyrir utan borgina meðan pöpullinn svalt heilu hungri.



Þegar við komum inn í landið var alveg nýr veruleiki sem blasti við okkur. Vegirnir voru eins og þvottabretti og húsin greinilega ekki byggð af miklum efnum.



Það hefur lengi verið draumur okkar að koma til Rússlands og sjá St. Pétursborg og þessi ferð var engin vonbrigði. Borgin er algerlega stórkostleg "metropolis". Stórfengleg er sennilega orðið sem má nota til að lýsa henni. Gulli skreyttar hallir, breiðar götur, garðar og síki sem setja mikinn svip á borgina.
Allstaðar má sjá merki um gamla tímann, styttur af Lenín og borgin er vel merkt kommúnistatjörnunni á hinum ýmsu stöðum. En það má líka sjá merki um nýja tíma og vestræn merki vel greinileg í borginni. Skemmtilegt var að sjá stórt torg á miðri Nevskiy Prospekt (breiðgata í miðri borginni) þar sem var risastór kommúnistastjarna á stalli, og beint á móti henni COCA-COLA merki! Þetta virðist vera málið í borginni, "vestræni nútíminn" búinn að ryðja sér rúms, en þetta virðist ekkert vera að blandast saman. Algerar andstæður sem þurfa mun meiri tíma til að lagast hvor að annarri.





Þarna mátti sjá verslanir með rándýrum vestrænum tískumerkjum og betlara ráfa um fyrir utan þær. Fólk á nýjum fínum bílum keyra um á milli þeirra sem voru á eldgömlum Lada Sport (djöfull eru það annars kúl bílar! hvað varð um þá í Rvk?)




Þegar kommúnisminn féll og kapítalisminn ruddi sér rúms voru margir sem græddu á tá og fingri, en hinir, sem náðu sér ekki á strik, héldu bara áfram að vera fátækir og í dag lifir ca. 1/3 hluti þjóðarinnar undir fátækramörkum (fátækramörk í Rússlandi miðast við u.þ.b. 3.300 kr. ISK)(tölur frá 2004).
En það er önnur saga.



Palli fyrir utan Finland lestarstöðina þar sem að Lenin sneri aftur úr útlegð. Inni má stjá stóra veggmynd af honum. Alveg merkilegt hvað hann er allstaðar þarna.

Um kvöldið fórum við neðanjarðarlestinni niður í bæ. Neðanjaraðarlestirnar í Pétursborg eru frægar fyrir glæsileik sinn. Við gengum niður Nevskyi Prsopekt og vorum algerlega hugfangin.
Morguninn eftir var farið í rútuferð um borgina og okkur sýndir helstu staðir og þvínæst í St. Peter and Paul kirkjuna. Hún er staðsett í miðju borgarinnar (þ.e. þar sem hún hófst). Þar sáum við kistur allra keisara Rússlands, fyrir utann einn sem er í Moskvu, og þar á meðal fannst okkur alveg hreint magnað að sjá grafir Nikulásar II og fjölskyldu hans (þar á meðal Anastasíu sem margir þekkja ævintýrið um). En þau voru öll, nema áðurnefnd Anastacia, líflátin 1918, ári eftir uppreisnina en fengu ekki greftrun fyrr en 80 árum síðar, 1998.





Það má bara ekkert þarna:)

Seinna um daginn var farið í bátsferð og siglt um síki borgarinnar.





Við skoðuðum Hermitage (Vetrarhöllina) bara að utan, ákváðum að bíða með að skoða verkin þangað til í næstu ferð.





Þessi mynd af Blóðkirkjunni er tekin út um gluggann á hótelinu okkar (með aðdráttarlinsu).



Hóelið okkar var alveg mjög töff - A la soviet style!



Þessi mynd er tekin út um gluggann hjá okkur fyrsta kvöldið.



Ég tók þessa mynd af hermönnum sem ég sá nálægt Vetrarhöllinni. Það er nokkuð algeng sjón að sjá hermenn þarna á götunum.



Sóley fyrir utan klaustur í borginni.

Síðasta daginn var farið að minnismerki um 900 daga stríðið í seinni heimsstyrjöldinni, alveg merkilega fallega kirkju sem ég man ekki nákvæmlega hvað heitir í augnablikinu, Puschkin þorpið stuttu fyrir utan borgina, og höll Katrínar miklu. Þessir keisarar vissu bara ekki hvað "less is moore" þýddi.



Palli niðri við ánna sem rennur í gegnum borgina. Borgin er stundum nefnd Feneyjar norðursins vegna síkjanna sem þar má sjá.



Þessi hressu gamalmenni voru í mðbænum veifandi skiltum þar sem þau virtust vera að lýsa skoðunum sínum á Bandaríkjunum og veifandi gamla Soviet fánanum. Gaman að þessu.

Þetta er bara stutt upptalning af því sem við upplifðum í St. Pétursborg. Þetta var alveg ótrúleg lífsreynsla sem mun aldrei gleymast og ég mæli með því fyrir alla að gera sér ferð "austur fyrir tjald" og upplifa eithvað sem er okkur Íslendingum svo fjarlægt.

6 comments:

ex exhcangees said...

Segi nú bara vá þetta ýtir undir heimsókn til ykkar með ferð til st.p
hey eg man þegar ég ætlaði að kaupa bíl á ekki meir en 50 þus hahaha so cheap gerði ég dauðaleit af lada sport og fann engan en þeir voru fluttir inn nýjir í einhvern tíma en þar sem íslendingar hafa engan smekk fyrir töff bílum þá hættu þeir að flytja þá inn :(
þetta var nú skemmtilega saga......
Skemmtið ykkur vel Heyri í ykkur næst í Lugano allt að skella á aaaahhhhhhh........

Anonymous said...

Gaman að sjá þessar myndir og gott ef maður kannaðist ekki við nokkur kennileiti þarna. Binðer dönðett bakkin eitýnæn! Þá hét borgin reyndar Leningrad og fá ummerki vestrænnar menningar sjáanleg, ekki einu sinni McLenin. Ég man þó sérstaklega eftir gosbrunnagarðinum sem mér þótti skemmtilegur.

Annars bara bestu kveðjur héðan frá sunny cale,
Exter og co.

Anonymous said...

áfram palli og sóley!

Monmouth said...

thu yrdir otrulega cool a gomlum Lada Sport Palli. Gaman ad sja hvad er ad gerast hja ykkur. siggi

Anonymous said...

Þessi pistill var rosalegur! Bæði langur og mjög fróðlegur. Það tók mig líka nokkra daga að komast í gegnum þetta allt saman hehe. Þið eruð greinlega að fá mikið út úr þessari dvöl ykkar þarna sem er greinilega farið að hafa áhrif á ykkur :) Thats the beauty of being abroad !

Risa knús og kossar frá Aarhus

Anonymous said...

Mér þykir þið endalaust fróð umg sögu staða sem þið heimsækið. Gaman af því,