Monday, August 6, 2007

Viljandi

Það hefur verið svo mikið að gerast hjá okkur að við höfum ekki haft við að uppfæra bloggið eins mikið og við vildum. Hér kemur smá uppdeit.
Um þarsíðustu helgi fórum við á Þjóðlagahátíðina í Viljandi. Viljandi er ca. 20.000 manna bær í ca. 200 kílómetra fjarlægð suður af Tallinn. Hátíðin stendur yfir í 4 daga, en við fórum bara í dagsferð með skólafélögum okkar.
Hátíðin er mjög vinsæl hjá Eistlendingum og um þessa helgi tvöfaldast íbúafjöldinn í Viljandi. Þarna myndast mjög falleg stemmning þar sem allir taka þátt. Mér fannst mjög gaman að sjá þarna samankomið fólk á öllum aldri, og allar týpur, til þess að hlusta á þjóðlagatónlist, ekki alveg verslunarmannahelgarstemmningin sem maður á að venjast að heiman. Svo eru tjöld þar sem er grillað kjöt og steiktar kartöflur ofan í lýðinn. Almennilegt skal það vera!
Tónleikar eru haldnir víðsvegar um miðbæinn, til að mynda í tveimur kirkjum sem eru þarna og í sölum og tjöldum sem eru reist fyrir hátíðina. Einnig eru tónleikar haldnir í gömlum kastalarústum.



Þessi kisi sat pollrólegur á öxlinni á eiganda sínum meðan hann (eigandinn sko) spilaði á nikkuna sína áhorfendum til mikillar ánægju.



Það hafði verið mjög mikið að gera hjá okkur í vikunni á undan og við eyddum mestum deginum sitjandi í grasinu að borða kjöt og drekka bjór. Mjög kærkomin hvíld. Við hlið mér er hún Satu, Finnsk/Ástralska skólasystir okkar sem fagnaði afmælinu sínu með mér.



Maturinn var mjög góður.



Sóley tók þessa mynd í bænum, þetta er skemmtilega "gamall" bær.



Við fórum á alveg frábæra tónleika um kvöldið þar sem flutt var Tyrknesk þjóðlagatónlist. Flutningurinn var alveg frábær, hljóðfæraleikararnir mjög góðir og söngvararnir (og þá sérstaklega þokkadísin hér að ofan) áttu salinn.



Hér má sjá sviðið sem er undir kastalaveggnum.

1 comment:

Hafdís gítareigandi said...

Tyrknesk þjóðlagatónlist!!!! Öööööffunnnnddddd....