Bekkjarfélagar okkar, sem eru mjög skemmtilegt fólk, vildu endilega að við myndum öll fagna þessu saman. Leikurinn hófst með kampavíni og súkkulaði á kaffihúsi niðrí bæ sem að selur "heimagert" súkkulaði. Mjöööög gott. Þvínæst var farið heim í og slappað af fram að kvöldmat en þá hittust allir aftur niðrí bæ á sushistaðnum "SILK", svo var farið í heimahús og þvínæst út á skrallið.
Látum myndirnar tala sínu máli:


Þessar myndir ættu að fanga ágætlega stemmninguna á Chocolaterie kaffihúsinu í gamla bænum. Svona frönsk stemmning í gangi þarna.

Austurískir vinir okkar gáfu okkur þessa gjöf til að kynna okkur fyrir menningu síns heimalands...


Eftir að við höfðum borðað Sushi fórum við heim til hennar Gertrude (held það sé skrifað svona) hún hafði keypt handa okkur Sacher tertu og Síberískt Vodka til að skola henni niður með, og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn fyrir okkur á Eistnesku.
Þarna má líka sjá Sóley og David tala saman, en fínn vinskapur hefur myndast milli okkar og hans enda eðalmaður þar á ferð.

Þetta er útsýnið út um gluggann þar sem við vorum. Turninn er á Raekoda torginu í miðbænum.



Þetta var frábær byrjun á þrítugsaldrinum, og ég vona að framhaldið standi undir væntingum!