Friday, July 27, 2007

30 + 20 = 50

Ég hef ekki gert mikið af því að halda stórar afmælisveislur í seinni tíð, yfirleitt bara boðið mínum nánustu í "hógværa" heimsókn. En nú eru aðstæður öðruvísi en áður og alveg tilvalið að breyta til. Það kom nefninlega í ljós nýlega að ég væri ekki einn um að eiga afmæli á næstunni, og það stórafmæli. Skólasystir mín hún Satu var nefninlega að fara að fagna 20 ára afmæli sínu, og það á sama degi og ég myndi ganga inn í þrítugsaldurinn. Þetta fannst okkur of skemmtileg tilviljun til þess að sitja hjá aðgerðarlaus, þannig að það var farið í spariskóna.
Bekkjarfélagar okkar, sem eru mjög skemmtilegt fólk, vildu endilega að við myndum öll fagna þessu saman. Leikurinn hófst með kampavíni og súkkulaði á kaffihúsi niðrí bæ sem að selur "heimagert" súkkulaði. Mjöööög gott. Þvínæst var farið heim í og slappað af fram að kvöldmat en þá hittust allir aftur niðrí bæ á sushistaðnum "SILK", svo var farið í heimahús og þvínæst út á skrallið.
Látum myndirnar tala sínu máli:




Þessar myndir ættu að fanga ágætlega stemmninguna á Chocolaterie kaffihúsinu í gamla bænum. Svona frönsk stemmning í gangi þarna.



Austurískir vinir okkar gáfu okkur þessa gjöf til að kynna okkur fyrir menningu síns heimalands...




Eftir að við höfðum borðað Sushi fórum við heim til hennar Gertrude (held það sé skrifað svona) hún hafði keypt handa okkur Sacher tertu og Síberískt Vodka til að skola henni niður með, og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn sunginn fyrir okkur á Eistnesku.
Þarna má líka sjá Sóley og David tala saman, en fínn vinskapur hefur myndast milli okkar og hans enda eðalmaður þar á ferð.



Þetta er útsýnið út um gluggann þar sem við vorum. Turninn er á Raekoda torginu í miðbænum.





Þetta var frábær byrjun á þrítugsaldrinum, og ég vona að framhaldið standi undir væntingum!

5 comments:

Anonymous said...

Vá þið eruð æði og líka ógeðslega töff...því þið farið í partý? var það ekki þannig. En svona án gríns, það er frábært að þið skemmtið ykkur svona vel úti og bara rokk on! Til hamingju með afmælið Palli ;)

Gelgusystirin Alma Rún óskar ykkur góðs gengis og góðrar skemmtunar ;)

Páll Ragnar Pálsson said...

Gosh! *OMG*;=)

Anonymous said...

já töff eruð þið.......
Til hamingju með afmælið Palli.
Gott að hjá þér að poppa aðeins upp afmælið í nýju landi

Freyja

Anonymous said...

Elsku palli minn til hamingju með afmælið...en elsku vinurinn þú varst að komast á fertugsaldurinn en ekki þrítugsaldurinn :)

Kv Tengdó

Hafdís gítareigandi said...

Vá, þetta virkar hið skemmtilegasta :). Ég fékk reyndar afmælissöng í kring um mitt 30ugsammó í skólanum...en...léleg, hélt ekki partý :p.