Thursday, July 12, 2007

A röltinu




Síðustu dagar hafa farið í að ganga um borgina hér sjáið þið Rússnesku réttrúnaðarkirkjuna í gamlabænum (Vanalinn vana = gamalt linn= borg/bær) og á hinni myndinni sést yfir gamlabæinn og út yfir borgina.




Kaffihúsinn hér eru engu lík, það er svo mikil alúð lögð í að gera þau falleg og sjarmerandi með litlum smáatriðum eins og blómum í krukku eða rósóttum kaffibollum :)



Tallinn ekki bara "krútt" heldur líka töff ! depeche mode barinn.




Hér er mynd niðri við sjó og eitthvað stórt sovjét-mannvirki (að við höldum) sem við kunnum ekki söguna bakvið.




Hér er sporvagn sem er algengur ferðamáti hérna og svo er mynd úr dullarfullum garði sem við fórum inn í í miðri borginni. það virtist enginn hafa hirt um hann í lengri tíma og gróður óx villtur í gömlum molnuðum steintröppum. Nema hvað að það var búið að setja upp glænýja ljósastaura um allan garðinn. svo það virðist standa til að virkja hann á næstunni.

Að lokum viljum við þakka þær stórglæsilegu viðtökur sem þessi síða hefur fengið og við hvetjum alla til þess að kommenta sem mest og oftast.

2 comments:

hlín said...

þetta er svo fínt :)

Anonymous said...

Það er eitthvað svo súrsætt við þessa borg, af þessum myndum að dæma amk. ég verð samt að viðurkenna að ég þekki Tallin frekar illa en hlakkar því til að heyra allt um ævintýri ykkar þarna. Hvað ætli kosti fyrir okkur að kíkja á ykkur?