Sunday, July 22, 2007

sumarskolinn byrjaður



Nú erum við byrjuð á fullu í sumarskóla að læra Eistnesku. Fyrstu viku lokið og við erum orðin "aðeins" betri í tungumálinu en fyrir viku síðan, þetta kemur allt. Ég hafði ekki alveg áttað mig á því hvað það yrði gaman að vera í sumarskóla en þetta er alveg frábært. Fullt af fólki á öllum aldri, allstaðan að úr heiminum, samankomið til að kynnast landi, menningu og tungumáli. Bekkurinn okkar er blanda af fjórum Bandaríkjamönnum, einni stelpu sem er Áströlsk/Finnsk blanda, einum Breta og svo náttúrulega okkur. Frekar lítill bekkur, sem er þægilegt. Svo fara allir nemendur skólans saman í vettvangsferðir og á fyrirlestra seinnipart dagsins og um helgar. Þar má nefna ferð í þjóðgarð Eistlands, safn með gömlum byggingum, gönguferðir um gamla bæinn með leiðsögumanni, ferð á safn um tíma kommúnismans í Eistlandi þar sem gamall maður sagði okkur sögur af því sem hann og þjóðin hafa upplifað saman og svona gæti ég haldið áfram... Svo erum við oft á kvöldin með bekkjarfélögum okkar og förum saman út að borða og skemmta okkur.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum ferðum (ath. með því að smella á myndirnar getið þið stækkað þær!):



Við lærum oft saman eftir skóla, hér erum við í einum af fjölmörgum görðum sem má finna í Tallinn.



Hér er leiðsögumaðurinn að sýna okkur eithvað merkilegt í gamla bænum, mjög hress gæji.



Þarna erum við að borða á gömlum veitingastað einhversstaðar úti í sveit. Hann leit út eins og gömul hlaða.




Og þetta erum við að njóta veðurblíðunnar og náttúrunnar.

2 comments:

hlín said...

Til hamingju með afmælið Palli :)

Hafdís gítareigandi said...

Virkar voða kósý :). Afmæli? Til hamingju :D...