Sunday, July 8, 2007

Tere Tallinn, bless Reykjavik



Heil og sæl öllsömul, nú erum við flutt frá okkar ástkæra íslandi til Tallinn í Eistlandi. við erum búin að vera hérna í nokkra daga og erum farin að jafna okkur á flutningastressinu + menningarsjokkinu:)
Við lentum á flugvellinum í Tallinn þriðjudaginn 3. júlí 2007, sáum við þá í fyrsta skipti borgina sem við eigum eftir að búa í næstu árin.
Borgin er ljómandi falleg og ber merki sögunnar sem gefur henni ákveðin sjarma. Hér er mikið af gömlum, tómum bygginginn sem munað hafa fífil sinn fegurri í bland við nýuppgerð hús og nýreistar glerhallir. Hér gengur greinilega mikið á í uppbyggingunni enda eiga Eistar einhver met síðustu árin í efnahagsvexti.
Síðustu daga höfum við gengið borgina endanna á milli og skoðað það sem fyrir augu ber. Þar má nefna gamla bæinn, en hann er á heimsmynjaskrá UNESCO og alveg einstaklega fallegur fullur af frábærum kaffihúsum og veitingastöðum. Þess má geta að við erum farin að panta á eistnesku, þá helst jarðaberjaköku og latte, "uks masikaskook ja uks kovhi latte" svo við fáum okkur ansi oft þannig. Reyndar tókst okkur að biðja um ostaköku í dag juustkook !!!! við munum fara á eistneskunámskeið nú í sumar, og okkur hlakkar til að geta gert okkur skiljanleg á eistnesku.

3 comments:

Unknown said...

Kæru Palli og Sóley, glæsilegt hjá ykkur! Hlakka til að fylgjast með ykkur kanna heiminn fyrir austan. Gangi ykkur vel. Þóra og co.

Frankrún said...

Frábært:) Hlakkar ekkert smá til að lesa fréttir af ykkur og vonandi nennið þið að setja myndir við og við. Ég og Frank erum að reyna að jafna okkur eftir blautustu Hróaskeldu nokkru sinni! Það voru margir ansi súrir morgnar en þegar maður var svo loksins komin með ljúfan öl í æðar og andaði að sér stemningunni og tónlistinni varð allt gott aftur og svo koll af kolli hehe. Erum amk þakklát fyrir ALLT núna og þá sérstaklega klósettið okkar haha.

BP said...

Á ég að keyra Toyotuna til ykkar?
//BP